Barnastarf á virkum dögum og kórastarf komið í páskafrí

Barnastarf kirkjunnar sem fram fer á virkum dögum er nú komið í páskafrí og hefst á nýjan leik vikuna 30. mars – 1. apríl. Starfið fyrir 3. og 4. bekk hefst þó ekki aftur fyrr en 5. apríl. Sunnudagaskólinn verður  á sínum stað á Pálmasunnudag kl. 11 og svo aftur á Páskadag á Kaffi Flóru kl. 11.

Barna- og unglingakórar Langholtskirkju eru sömuleiðis komnir í frí frá æfingum að undanskyldum Kórskóla og Graduale Futuri sem taka þátt í Söngvahátíð Kirkjunnar í Hallgrímskirkju á Skírdag. Sjá nánar æfingarplan á Facebook-síðum kóranna. Frí er þó frá hefðbundinni æfingu þriðjudaginn 22. mars.

Kóræfingar hefjast að nýju hjá Krúttakór miðvikudaginn 30. mars og hjá Kórskóla, Graduale Futuri og Gradulekórnum fimmtudaginn 31. mars.

Starfsfólk og sóknarnefnd Langholtskirkju óskar öllum gleðilegra páska!