Barna- og unglingakórar Langholtskirkju flytja tónlist eftir Ragnhildi Gísladóttur

Ekkert mál!
Kórskóli Langholtskirkju blæs til tónleika þar sem eingöngu verða flutt lög eftir Ragnhildi Gísladóttur.
Þannig munu hljóma lög frá mismunandi tímum á ferli tónskáldsins, Píla pína kemur við sögu, Grýlurnar, Stuðmenn, Strax og hinir ærslafullu Glámur og Skrámur láta sig ekki vanta.
Í Kórskóla Langholtskirkju eru starfandi fjórir barnakórar á aldursbilinu 4-18 ára og á þessum tónleikum koma fram Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju
Hljómsveit:
Örn Ýmir Arason – kontrabassi
Tómas Guðni Eggertsson – píanó
Sigurður Ingi Einarsson – slagverk
Kórstjórar
Björg Þórsdóttir
Móeiður Kristjánsdóttir
Dagný Arnalds
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Kórútsetningar og listræn stjórnun: Magnús Ragnarsson, organisti.
Aðgangseyrir: 2,500 krónur.
Ókeypis fyrir börn fædd 2006 og síðar.
Miðar við inngang.