Afmælisfundur Kvenfélags Langholtssóknar 7. mars kl. 20

Afmælisfundur Kvenfélags Langholtssóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu næstkomandi mánudagskvöld 7. mars kl. 20.00 og verður stórskemmtilegur að vanda.

Við byrjum inni í kirkju þar sem prófasturinn okkar Helga Soffía Konráðsdóttir mun segja við okkur nokkur orð. Ólína Þorvarðardóttir þingkona og félagskona í kvenfélaginu ætlar í framhaldinu að segja okkur hvernig það er að vera á þingi frá sjónarhorni konu. Elín Elísabet Jóhannesdóttir markþjálfi heldur erindi um „Vertu sterkasta útgáfan af sjálfri þér“.

Afmælishlaðborð að hætti kvenfélagskvenna verður svo borið fram. Við leggjum allar til 1.000 kr. fyrir kaffi og veitingum. Hvetjum ykkur til að fjölmenna á fundinn. Allir velkomnir.