Aðalfundur Listafélags Langholtskirkju 9. október

Listafélag Langholtskirkju boðar til aðalfundar sunnudaginn þann 9. október næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 12:00 eftir messu í Langholtskirkju.
Hér að neðan má sjá tilvísun í 6. og 8. grein laganna þar sem kveðið er á um hvernig boða skal til aðalfundar og hverjum er heimilt að sitja aðalfund:
6. grein
Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra aðalfunda sem stjórn boðar til með a.m.k. 7 daga fyrirvara í september. Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf.
8. grein
Starfstímabil og reikningsár félagsins er 1. ágúst – 31. júlí. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfundi.
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Félagsgjöld
4. Lagabreytingar
5. Kosningar
6. Dagskrá komandi strafsárs:
7. Önnur mál