Nú er veisla, því Graduale Nobili á 25 ára afmæli og ætlar að halda upp á það með afmælistónleikum þann 22.maí kl 20:00 í Langholtskirkju
Á efnisskránni má bæði finna verk sem samin eru fyrir kórinn (og meira að segja frumflutning) sem og gamla slagara sem allir góðir vinir kórsins ættu að þekkja 


Á tónleikunum verða einning styrkþegar úr Minningarsjóðs Jóns Stefánssonar tilkynntir, en Jón stofnaði Graduale Nobili. Markmið sjóðsins er að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og styrkja önnur verkefni sem stjórn sjóðsins metur að falli að hugsjónum Jóns Stefánssonar. Þessi verkefni geta verið af ýmsum toga og er það stjórnar sjóðsins að velja verkefni eftir reglum sjóðsins á hverjum tíma.
Frítt er inn á tónleikana fyrir öll! Hlökkum til að sjá sem flest
Frítt er inn á tónleikana fyrir öll! Hlökkum til að sjá sem flest

Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista og tónlistarfrömuði í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal farsælustu kóra Íslands. Kórinn skipa 24 meðlimir á aldrinum 18-30 ára. Kórinn hefur meðal annars sungið á tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttur auk þess að starfa með öðrum heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við hljómsveitina Fleet Foxes.
Graduale Nobili gaf nýlega út plötuna Vökuró með 16 íslenskum kórverkum, nýjum sem og sígildum perlum.
Graduale Nobili gaf nýlega út plötuna Vökuró með 16 íslenskum kórverkum, nýjum sem og sígildum perlum.