Messa og sunnudagaskóli 14. febrúar kl. 11

Í Langholtskirkju er messað að venju kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar og predikar. Stúlkurnar í Graduale Futuri leiða safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Messuþjónar og kirkjuvörður aðstoða við helgihaldið. Jóhanna og Hafdís taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum þar sem verður meðal annars föndrað í tilefni Valentínusardagsins.

Fundur fyrir foreldra fermingarbarna strax að lokinni messu í litla sal. Mikilvægt er að sem flestir komi enda styttist í fermingarathafnirnar.

Kaffi og djús eftir stundina. Stúlkurnar í kórnum selja heimabakað meðlæti með messukaffinu og ágóðinn fer í ferðasjóðinn þeirra. Öll sunnudagaskólabörn fá gjafamiða á hlaðborðið þeirra. Allir velkomnir.