1. október kl.17. Sorg eftir sjálfsvíg – Persónuleg reynsla í ljósi fagþekkingar.

Sunnudagssíðdegi 1. október kl.17 í Langholtskirkju.

Sorg eftir sjálfsvíg – Persónuleg reynsla í ljósi fagþekkingar.

Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur flytur erindi um sorg í kjölfar sjálfsvígs en hún hefur persónulega reynslu af missi vegna sjálfsvígs auk þess að hafa langa reynslu af stuðningi við aðstandendur í sorg.

Kaffi á könnunni og létt meðlæti.

Öll hjartanlega velkomin.

Að gulum september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsuægslu.