Tvennir skemmtilegir vortónleikar eru á dagskrá Langholtskirkju þessa vikuna. Söngdeild Gradualekórsins ríður á vaðið og kemur fram þriðjudaginn 10. maí kl. 19. Söngdeildin samsanstendur af stúlkum innan kórsins sem eru í söngnámi. Aðgangur er ókeypis.
Einnig fara fram tónleikar Kórskólans fimmtudaginn 12. maí kl. 18 þar sem allir barna- og unglingakórar kirkjunnar koma fram: Krúttakórinn ( 4 – 6 ára ), Kórskólinn ( 7 – 9 ára ), Graduale Futuri ( 10 – 14 ára ) og Gradualekór Langholtskirkju ( 14 – 18 ára ). Kórarnir syngja allir saman og einnig hver og einn. Aðgangur er ókeypis.