Gradualekór Langholtskirkju heldur vortónleika sína fimmtudaginn 9.júní kl. 20.00 í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru íslensk og erlend verk fyrir stúlknakóra.
Meiri hluti verka sem flutt verða eru eftir íslensk tónskáld. Meðal annars verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Misti Þorkelsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson.
Kórinn heldur í innanlands tónleikaferð norður á land í júní og mun halda tónleika í Blönduóskirkju 10.júní kl.17 til styrktar orgeli Blönduóskirkju, Tónleika í Glerárkirkju á Akureyri 11.júní kl.18 og síðan mun kórinn syngja í messu í Glerárkirkju 12.júní kl.11.
Stjórnandi Gradualekórs Langholtskirkju er Sólveig Anna Aradóttir.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 og rennur í ferðasjóð.