Vortónar Gradualekórs Langholtskirkju
24. Maí – kl 19:30 í Langholtskirkju
Kórinn heldur sína árlegu vortónleika. Á efnisskránni kennir ýmissa grasa og flutt verður tónlist í hinum ýmsu stílum og úrval frá verkefnum kórsins liðinn vetur.
Gradualekórinn er unglingakór fyrir 12 ára og eldri. Kórinn er framhald af Graduale Futuri en tekur einnig við nýjum skráningum, háð raddprufu hjá kórstjóra. Kórinn er í samstarfið við Söngskólann í Reykjavík þar sem kórmeðlimir geta stundað grunnnám í söng sem með lýkur með grunnprófi.
Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum yfir veturinn og hefur t.d. verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórinn syngur reglulega í messum og kemur fram árlegum jóla- og vortónleikum í Langholtskirkju. Kórinn fer reglulega í kórferðalög innanlands sem utan.
Kórstjóri: Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Verið öll hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis.