Vorhátíð Langholtskirkju hefst með messu kl. 11. Dömukórinn Graduale Nobili syngur Þorvaldur Örn Davíðsson er stjórnandi þeirra. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, organisti Magnús Ragnarsson.
Að messu lokinni hefst vormarkaður kvenfélagsins kl. 12:00 – 16:00.
Að venju verður boðið upp á spennadi varning til sölu, skemmtiatriði, hoppukastali og fl. fyrir börnin, seldar verða grillaðar pylsur, kaffi og meðæti m.a. heitar vöflur.
Öll hjartanlega velkomin- Er ekki kominn tími til að fagna sumrinu saman!