Hinn 10. maí næstkomandi verður ferðinni heitið austur að Sólheimum í Grímsnesi. Lagt verður af stað frá Langholtskirkju kl. 12 á hádegi og eru þátttakendur beðnir um að mæta tímanlega. Ekið verður eins og leið liggur að Sólheimum og hið góða starf sem þar er unnið kynnt.
Að því loknu er haldið að Gömluborg, er þar mun bíða okkar glæsilegt kaffiborð eins og kvenfélagskonu einni er lagið. Nægur tími verður til að njóta veitinganna. Kolbrún Karlsdóttir mun svo í framhaldinu taka á móti hópnum og kynna starfsemi Bergheima, líknar- og vinafélags Bergmáls, en fjöldi fólks hefur notið dvalarinnar þar sér að kostnaðarlausu eftir erfið veikindi.
Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 18. Kostnaður við akstur og kaffiveitingar er 3.000 kr. Gestir eru hjartanlega velkomnir. Skráning fer fram hjá Helgu í síma: 699-7762.