Vetrarhátíð
Langholtskirkja efnir til vetrarhátíðar og markaðar 4. nóvember n.k. 12.00-16.00
Að því tilefni bjóðum við íbúum hverfanna við Laugardal að taka þátt í þessum markaði þar sem þátttakendum býðst eitt borð til afnota til þess að selja sínar vörur, þeim að kostnaðarlausu. Einnig verður heimilt að hafa eina litla fataslá, sem viðkomadi leggur til sjálfur. Allt mun fara fram innan dyra í báðum sölum kirkjunnar og anddyri safnaðarheimilisins.
Meðan á markaðnum stendur verður boðið upp á kaffi og kleinur undir glaðværum og fögrum söng tónlistarfólks kirkjunnar. Gaman væri ef tónlistarfólk úr hverfunum okkar byði fram krafta sína svo hátíðin geti orðið sem glæsilegust.
Þeir sem vilja nýta sér markaðsaðstöðuna hringi í s. 789-1300 á dagvinnutíma virka daga fyrir 15. október eða sendi póst á langholtskirkja@langholtskirkja.is
Vonumst eftir góðri þátttöku.
Nefndin