Vetrarfrí í barnastarfinu en ekki hjá Kórskólanum

Fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Því leggst barnastarfið í kirkjunni niður þessa daga. Kórskólinn fer þó ekki í frí heldur æfir á hefðbundnum tíma á fimmtudeginum. Sunnudagaskólinn verður svo að sjálfsögðu á sínum stað á sunnudeginum kl. 11.

inclusive-society