Við þökkum öllum þeim sem komu á Jólasöngvana um helgina.
Eins og áður er öllum söngvurum velkomið að syngja með í kórnum í messunum um jólin.
Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18, mæting kl. 17. Hátíðasöngvar sr. Bjarna verða sungnir ásamt sálmunum, Barn er oss fætt, Nóttin var sú ágæt ein, Í Betlehem er barn oss fætt, Sjá, himins opnast hlið og Heims um ból. Auk þess syngur Jóna G. Kolbrúnardóttir Ó, helga nótt. Forsöngvarar verða Davíð Ólafsson og Hafdís María Matsdóttir.
Á jóladag verður hátíðarmessa kl. 14 þar sem lesnir verða textar jólanna og inn á milli verða uppáhalds jólasálmarnir fluttir. Ekki verður predikun þennan dag og ekki Hátíðasöngvar sr. Bjarna. Mæting kl. 12.30. Messan tekur um klukkutíma. Einsöngvarar verða Íris Björk Gunnarsdóttir og Heimir Þór Kjartansson.
Eftirfarandi tónlist verður sungin:
Barn er oss fætt, Gleð þig, særða sál
Það aldin út er sprungið
Jól, jól, skínandi skær
Í dag er glatt í döprum hjörtum
Bjart er yfir Betlehem
Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns (einsöngur)
Barnið í Betlehem (einsöngur)
Englakór frá himnahöll
Þá nýfæddur Jesús
Guðs Kristni í heimi
Heims um ból
Á gamlársdag verður aftansöngur kl. 16, mæting kl. 15. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna verða á sínum stað ásamt sálmunum Fögur er foldin, Ó hve dýrleg er að sjá , Nú árið er liðið, Friður, friður frelsarans og Ó, Guð vors lands.