Útvarpsmessa og sunnudagaskóli, sunnudaginn 3. mars kl. 11.

Næstkomandi sunnudag er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar þá verður útvarpað messu frá Langholtskirkju. Fjórir barna- og ungmennakórar syngja við messuna: eldri hópur Krúttakórsins, Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju. Kórunum stjórna þær Björg Þórsdóttir og Lilja Dögg Grímsdóttir. Organisti er Magnús Ragnarsson. Kórstúlkur lesa ritningarlestra og bænir. Sunnudagaskólann leiðir Sara Grímsdóttir og messsuna Ásta Ingibjörg Pétursdóttir. Eftir messu er boðið uppá léttan hádegisverð. Verið öll innilega velkomin.