Sumarið verður sungið inn í Langholtskirkju sunnudaginn 23. apríl kl.11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Athöfnin verður sannkölluð barnakórahátíð en allir barna- og unglingakórar kirkjunnar taka þátt í stundinni. Skólahópur Krúttakórs, Kórskólinn, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju ásamt stjórendum sínum: Sólveigu Önnu Aradóttur, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur og Söru Grímsdóttur. Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í baðstofu. Snævar Jón Andrjesson og Hafdís Davíðsdóttir taka vel á móti krökkum á öllum aldri. Kaffi, djús og kex eftir stundina.