Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 11. mars kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Hafdís og Hekla taka vel á móti börnum á öllum aldri.
Kvenfélag Langholtssóknar fagnar 65 ára afmæli með veglegum kökubasar í safnaðarheimili að messu lokinni. Öll velkomin!