Tónleikar ungra einsöngvara í Langholtskirkju verða 23. mars næstkomandi. Söngvarar í ár eru Birgir Stefánsson, Dagur Þorgrímsson, Halldóra Ósk Helgadóttir, Íris Björk Gunnarsdóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Salný Vala Óskarsdóttir og Vera Hjördís Matsdóttir, meðleikari er Hrönn Þráinsdóttir.
Á dagskránni verða ýmis verk, bæði ljóð og aríur ásamt samsöngsverkum úr Brúðkaupi Fígarós.
Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn á kr. 2.000 og 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju, nema og eldri borgara.