Sorg, gleði, ást og dauði!
Það má segja að sterkar tilfinningar fylgi klassískum sönglögum og óperuaríum. Átta ungar og efnilegar söngkonur munu stíga á stokk og tjá allar þessar tilfinningar í tónum ýmissa tónskálda á borð við Mozart, Bach, Verdi og Puccini. Skrautlegir karakterar munu birtast á tónleikunum; dramatísk díva með glimmer á heilanum syngur yfir sig, hin gullfallega Dalila tælir Samson til afhjúpa leyndarmál sitt, Carmen syngur um hverfulleika ástarinnar og hin ástúðlega Mimi leggur spilin á borðið svo dæmi séu nefnd.
Söngkonurnar koma allar úr röðum kóra sem starfa við Langholtskirkju.
Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn á kr. 2.000 og 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju, nema og eldri borgara.
Meðleikari á tónleikunum verður Hrönn Þráinsdóttir.
Söngkonurnar sem koma fram eru:
Alexandria Parks
Harpa Ósk Björnsdóttir
Jara Hilmarsdóttir
Íris Björk Gunnarsdóttir
Salný Vala Óskarsdóttir
Vera Hjördís Matsdóttir
Þórhildur Kristinsdóttir