Tónleikar ungra einsöngvara í Langholtskirkju verða 25. október næstkomandi. Söngvarar í ár eru Árný Björk Björnsdóttir, Einar Dagur Jónsson, Guðfinnur Sveinsson, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Sólveig Óskarsdóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir.
Á dagskránni verða ýmis verk en atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart munu vera í meiri hluta. Undirleikari er Hrönn Þráinsdóttir.