Tónleikar Kórs Langholtskirkju og stórsveitar FÍH sunnudaginn 19. febrúar

Kór Langholtskirkju ásamt Stórsveit FíH munu flytja Sacred Concert eftir Duke Ellington í útsetningu John Høbye og Peder Pedersen þann 19. febrúar kl. 20:00 í Langholtskirkju.

Einsöngvari er Sigrún Erla Grétarsdóttir.
Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Árni Heiðar Karlsson.
Stjórnandi Stórsveitar FíH er Snorri Sigurðarson.

Duke Ellington var einn merkasti jazz listamaður 20. aldar. Hann var afkastamikill og samdi ógrynnin öll af jazz tónlist en einnig trúarlegri tónlist. Árin 1953 – 1973 samdi hann þrjá heilaga konserta fyrir stórsveit, kór og einsöngvara. Þeir hafa allir hlotið mikið lof en sá fyrsti hreppti m.a. Grammy verðlaunin sem besta jazz-tónsmíð ársins. Í tónlistartímaritinu Down Beat hlaut upptaka af öðrum konserti ,,allar stjörnur á himni guðs” árið 1969. Duke Ellington fullyrti sjálfur að síðari konsertinn væri mikilvægasta tónsmíð sem hann hafði samið.

Miðar fáanlegir á Tix.is

16402783_1588686511148555_2042981986056128996_o