Miðvikudagskvöldið 18. maí klukkan 20:00 flytur Kór Langholtskirkju tvö stórvirki kirkjutónbókmenntanna á hátíðartónleikum í Langholtskirkju; Messu fyrir kór og blásara eftir Ígor Stravinskíj og Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir.
Ígor Stravinskíj – Messa fyrir kór og blásara (1944 – 1948)
Einsöngvarar úr röðum kórfélaga:
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, sópran
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, alt
Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson, tenór
Guðfinnur Sveinsson, bassi
Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Jón Nordal – Óttusöngvar á vori (1993)
Þóra Einarsdóttir, sópran
Hanna Dóra Sturludóttir, mezzo-sópran
Steingrímur Þórhallsson, orgel
Sigurður Halldórsson, selló
Frank Aarnink, slagverk
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Miðasala fer fram á tix.is og í anddyri Langholtskirkju fyrir tónleika. Almennt miðaverð er 3.900 kr. og afsláttarverð 2.900 kr.