Stjórnir foreldrafélaganna í Langholtsskóla og Vogaskóla bjóða öll foreldrum barna í Langholts- og Vogaskóla á forvarnar– súpufund til þess að efla samstöðu og kynnast betur.
Fundurinn fer fram í safnaðarheimili Langholtskirkju þann 19. janúar nk. og er áætlaður fundartími frá kl.19:00-21:00.
Súpan verður borin fram fyrir fundargesti kl.19:00 og kl.19:30 mun Guðrún Ágústsdóttir frá Foreldrahúsi/Vímulausri æsku flytja fyrirlestur sinn “Gras, frá fikti til fíknar”. Að því loknu gefst okkur færi á að spjalla saman, eiga samtal við Lögregluna um hverfið okkar og Guðrúnu um börnin okkar og mögulega áhættuþætti í lífi þeirra.
Rannsóknir sýna að samvera fjölskyldunnar er ein besta forvörnin gegn skaðlegri hegðun barna og unglinga. Foreldrar og forráðamenn á mið-og unglingastigi beggja skóla er hvattir sérstaklega til þess að mæta.
Látum okkur þetta mál varða, tökum höndum saman og styðjum börnin okkar til þess að velja vel!