Messa og sunnudagaskóli kl. 11, sunnudaginn 29. janúar.
Sara Grímsdóttir söngkona leiðir sunnudagaskólann og í messunni syngur Gradualekór Langholtskirkju við undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur þjónar en Ásta er nýjasti presturinn í Laugardalsprestakalli. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Verið velkomin.