Sunnudagaskóli kl. 11. Jóhanna og Snævar taka á móti börnum og fullorðnum á fyrsta sunnudag í aðventu. Kveikt verður á fyrst kertinu á kransinum.
Aðventuhátíð kl. 17. Allir kórar kirkjunnar syngja, jólasaga og skólahljómsveit Austurbæjar spilar. Notaleg stund fyrir fyrir alla aldurshópa. Heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin í Langholtskirkju.