Sunnudagaskóli Langholtskirkju
Börn á öllum aldri velkomin!
Sunnudagaskólinn hefst 1. September 2024. Við byrjum hverja stund inn í Langholtskirkju kl. 11 með öðrum kirkjugestum, svo göngum við saman inn í litla salinn eftir dýrðarsönginn, þar sem við syngjum, spjöllum, dönsum, biðjum og horfum saman á myndband tengt biblíusögu dagsins. Stundin tekur u.þ.b. 40 mínútur og þá fáum við okkur að borða saman inn í safnaðarheimili, spjöllum, leikum og litum ef við viljum.
Þemað í vetur er “Við erum friðflytjendur”, og áherslan lögð á frið á jörð, náttúruna og umhverfisvernd. Á hverju ári er tekið fyrir eitt lag sem sungið er í upphafi hverrar stundar, á meðan kveikt er á kertinu, og lagið okkar í ár er lag frá Perú: “Hrópum húrra!”
:Hrópum húrra! Og höfum gaman
hoppum, hlæjum, glöð við köllum.
Spilum, dönsum og syngjum saman
sælustrauma sendum öllum.
Leyfum fegurð og frið
finna opið hjarta.
Bætum kærleika við
kveikjum ljósið okkar bjarta.
Txt: Sara Gríms
Öll börn sem koma fá límmiðabók afhenta í fyrsta skiptið og í hverri sunnudagaskóla samveru fá börnin svo nýjan límmiða sem þau setja í bókina sína, tengdan sögu dagsins. Einu sinni í mánuði eru fjölskyldumessur en þá eigum við saman stund í kirkjunni, með hjálp Krúttakórs Langholtskirkju.
Sara Gríms, sér um sunnudagaskólann í vetur.