Sumarmessa í Áskirkju 7. ágúst kl.11

Sunnudaginn 7. ágúst er sumarmessa í Áskirkju kl.11.
Ath. í Áskirkju.
Regnboganum og fjölbreytileika lífsins verður fagnað og við veltum því fyrir okkur hvort að við stöndum bara með fólki þegar það kostar okkur ekki neitt eða jafnvel þegar að það vekur athygli á okkur sjálfum ?
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Elísabetu Þórðardóttur organista. Kaffisopi að messu lokinni.
Messan er sameiginleg fyrir allt prestakallið sem innifelur söfnuðina við Laugardal.
Þetta er síðasta sumarmessan en frá og með 14. ágúst verður messað alla sunnudaga í öllum kirkjunum þremur, Langholtskirkju, Áskirkju og Laugarneskirkju.
Vertu velkomin !