Kaffihúsamessa á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11

Verið velkomin í létta og líflega kaffihúsamessu kl. 11 í safnaðarheimili kirkjunnar. Jóhanna, Magnús, Sunna Karen og Aðalsteinn taka vel á móti ykkur og saman ætlum við að syngja gleðisöngva lýðveldisins og kirkjunnar á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Kaffi og meðlæti eftir stundina. Samveran er sú síðasta fyrir sumarfrí en helgihald í Langholtskirkju hefst á nýjan leik eftir verslunarmannahelgi. Við vísum á helgihald í Bústaðakirkju sem fram fer alla sunnudaga í sumar.

Langholtskirkja minnir einnig á tónleika dömukórsins Gradule Nobili undir stjórn Þorvalds Arnar Davíðssonar við Almennagjá á Þingvöllum kl. 15. Hátíðleg stund á þjóðhátiðardaginn. Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.