Starfsfólk
Sóknarprestur
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Guðbjörg Jóhannesdóttir er sóknarprestur Laugardalsprestakalls með starfsstöð í Langholtskirkju. Guðbjörg leiðir safnaðarstarfið í Langholtssókn samstarfi við sóknarnefnd auk þess að leiða samstarf prestanna í Laugardalsprestakalli: Ássókn, Langholtssókn og Laugarnessókn
Guðbjörg hefur þjónað sem prestur síðan 1998, fyrstu níu árin þjónaði hún í Sauðárkróksprestakalli þar sem hún var sóknarprestur. Árin þar á eftir þjónaði hún sem prestur í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu uns hún var valin sem sóknarprestur Langholtssókn árið 2012.
Guðbjörg er guðfræðingur frá Háskóla Íslands og MA í sáttamiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla. Auk menntunar á sviði guðfræði og sálgæslu hefur Guðbjörg lokið 200 hr Jóga kennaranámi sem og kennaranámi í Jóga Nidra.
Sími:8617918
Netfang:gudbjorglangholt@gmail.com
Prestur
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Sími:8613604
Netfang:astalangholt@gmail.com
Listrænn stjórnandi
Magnús Ragnarsson
Magnús Ragnarsson hóf störf í Langholtskirkju árið 2017, hann er listrænn stjórnandi alls tónlistarfs Langholtskirkju.
Magnús er með viðtalstíma samkvæmt samkomulagi í síma 698 9926 og í gegnum netfangið magnus.ragnarsson@gmail.com
Magnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju, sem er 32 manna kór með menntuðum tónlistarmönnum. Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, Hljómeyki árin 2006–2012 og Melodiu-Kammerkór Áskirkju 2007-2017. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna.
Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Magnús hefur unnið til verðlauna með kórunum sínum í Florilège Vocal de Tours, Llangollen í Wales, Arezzo á Ítalíu og Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi þar sem hann fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 fyrir flutning á Þýsku sálumessunni eftir Brahms og 2016 var hljómdiskur Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins.
Sími:698 9926
Netfang:magnus.ragnarsson@gmail.com
Kirkjuvörður
Margrét Valdimarsdóttir
Margrét Valdimarsdóttir er kirkjuvörður Langholtssóknar. Verksvið Margrétar er umsjón með umhirðu kirkju, safnaðarheimils og lóðar auk þess að sjá um skifstofu kirkjunnar.
Hægt er að hafa samband við kirkjuvörð í síma 789 1300, skilja eftir skilaboð eða senda póst í á langholtskirkja@langholtskirkja.is
Sími:789 1300
Kórstjóri Krúttakórs og stýrir sunnudagaskólanum
Sara Grímsdóttir
Kórstjóri barna- og unglingakóra
Björg Þórsdóttir
Björg Þórsdóttir stýrir Graduale Liberi og Graduale Futuri, en hún stjórnaði Krúttakórnum einnig á árunum 2012 – 2016 og 2019 – 2024.
Hún útskrifaðist sem söngkona frá Listaháskóla Íslands og síðar sem grunnskólakennari yngstu barna við Háskóla Íslands og starfar sem tónmenntakennari og kórstjóri við Fossvogsskóla.
Netfang:kruttakorinn@gmail.com
Kórstjóri og raddþjálfari barna- og unglingakóra
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir er kórstjóri Gradualekórsins veturinn 2024-2025 og raddþjálfari Kórskóla Langholtskirkju.
Netfang:korskolilangholt@gmail.com
Stýrir starfi eldri borgara
Helga Guðmundsdóttir
Helga Guðmundsdóttir stýrir starfi eldri borgara sem fram fer í kirkjunni alla miðvikudaga yfir vetrartímann.
Stýrir Krúttakórnum
Svava Rún Steingrímsdóttir
Svava Rún Steingrímsdóttir stýrir Krúttakórnum veturinn 2024-2025 ásamt Söru Gríms.
Svava Rún útskrifaðist með Bachelor gráðu í Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands vorið 2024. Hún er með Grunnpróf í klassískum söng og Miðpróf í rythmískum söng.