Frá Starfsfólki og sóknarnefnd Langholtskirkju.
Vegna hertra reglna um samkomubann eru kirkja og safnaðarheimili lokuð.
Hafa má samband við kirkjuvörð í síma 7891300
Sóknarprestur er með s. 8617918
Helgihald í Langholtskirkju fellur niður frá og með næsta sunnudegi 15. mars og á meðan samkomubann gildir.
Einnig fellur allt safnaðarstarf niður.
Fermingar á Pálmasunnudag og Skírdag falla niður enn sem komið er reiknum við með fermingu á Sumardaginn fyrsta.
Nýir fermingardagar eru : 31. maí, 30. ágúst og 6. september.
Margskonar vefmiðlun má finna á :
Fésbókarsíðu Langholtskirkju : https://www.facebook.com/langholtskirkja/
Heimasíðu Langholtskirkju : https://langholtskirkja.is
Einnig á heimasíðu Þjóðkirkjunnar : https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/03/23/Kirkjan-a-nyjum-tima/
Allar kóræfingar liggja niðri að minnsta kosti til og með 23. mars. Við munum fylgjast með stöðu mála hjá skólum og frístundastarfi í Reykjavík. Kórstjórar munu hafa samband við foreldra barna- og unglingakóranna varðandi útfærslu á fjarkennslu.
Það er mikilvægt að við pössum vel hvert annað, styðjum og hvetjum og hughreystum okkur sjálf og náunga okkar. Hjálpum þeim sem finna fyrir óöryggi og eru óttaslegnir varðandi framtíðina.
Minnum á góðar ráðleggingar frá Barnaspítala Hringsins: „Við leggjum áherslu á að nota skynsemi við ákvarðanir, láta óttann ekki ná tökum og fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þessi faraldur mun ganga yfir og best að takast á við þetta tímabundna ástand með yfirvegun og skynsemi að leiðarljósi. Einnig leggjum við áherslu á að vanda sig í allri umfjöllun um veiruna og varast að vekja óþarfa ótta hjá börnum og unglingum.“
Starfsfólk kirkjunnar er til þjónustu reiðubúið og eru tengslaupplýsingar neðst hér á forsíðunni.