Starf organista í Langholtssókn laust til umsóknar

 

Organisti – Kórstjórnandi – Listrænn stjórnandi

Langholtssókn í Reykjavík auglýsir laust til umsóknar starf organista. Um er að ræða 100% stöðu.

 

Hæfniskröfur.

Gerð er krafa um að umsækjandi hafi kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilega menntun og hafi reynslu og þekkingu af kórstjórn.

Við leitum að metnaðarfullri manneskju sem :

Býr yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum.

Leggur áherslu á tónlistarflutning í helgihaldi.

Vill starfa með teymi starfsfólks og sjálfboðaliða í syngjandi kirkju að kórastarfi og tónlistaruppeldi.

Við mat á hæfni umsækjenda er að öðru leiti vísað til starfslýsingar/erindisbréfs sem finna má á heimasíðu Langholtssóknar www.langholtskirkja.is.

Launagreiðslur miða við launataxta kjarasamnings Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.

 

Skil umsókna.

Umsóknarfrestur er til 14. maí 2016 en ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2016.

Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem sóknarnefnd er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjenda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar, https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga -ur-sakaskra.pdf

Ráðningarferli verður með þeim hætti að valnefnd sem skipuð hefur verið af sóknarnefnd fer yfir umsóknir og boðar til viðtala í samráði við faglegan ráðgjafa. Sóknarnefnd tekur endanlega ákvörðun um ráðningu.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Frekari upplýsingar um starfið veita : Björg Dan Róbertsdóttir formaður sóknarnefndar og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur. Starfslýsingu má finna neðar í þessum pósti.

Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skilað rafrænt á neðangreint netfang : bjorgdr@gmail.com.

_____________________________________________________________ 

 

Starfslýsing/erindisbréf organista Langholtssóknar

Starf organista Langholtssóknar er 100% starf

Vinnuveitandi er sóknarnefnd Langholtssóknar.

Langholtssókn leggur áherslu á kórastarf og tónlistaruppeldi. Við söfnuðinn starfa tveir kirkjukórar : Gradualekór Langholtskirkju og Kór Langholtskirkju. Noack orgel kirkjunnar er eitt besta orgel landsins. Söfnuðurinn starfrækir kórskóla fyrir börn 4-14 ára.   Við söfnuðinn starfa tveir prestar, kirkjuvörður, fimm kórstjórnendur auk annars starfsfólks í hlutastörfum og sjálfboðaliðar. Við Listafélag Langholtskirkju starfar verkefnastjóri í hlutastarfi.

Verkefni organista eru eftirfarandi :

  1. Að annast orgelleik og kórstjórn við helgihald safnaðarins í samræmi við starfsáætlun. Í starfsáætlunum er gert ráð fyrir einu helgarleyfi organista í mánuði yfir vetrartímann, auk vetrarleyfis.
  2. Listræn stjórn tónlistarstarfs safnaðarins í samstarfi við stjórn Listafélags Langholtskirkju og ráðning kórstjórnenda í kórskóla í samráði við stjórn skólans.
  3. Kórstjórn Kórs Langholtskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju, en báðir kórar starfa 9 mánuði á ári.
  4. Reglulegt tónleikahald og hljómsveitarstjórn eftir því sem við á.
  5. Undirleikur í starfi eldri borgara, sem starfrækt er 9 mánuði á ári.
  6. Umsjón hljóðfæra og annars búnaðar til tónlistarstarfsins.
  7. Önnur verkefni í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.

Orgelleikur og kórstjórn, eftir því sem við á, í athöfnum (skírn, hjónavígsla, kistulagning, útför). Greitt er fyrir orgelleik og kórstjórn í athöfnum sérstaklega af beiðendum þjónustunnar í samræmi við gildandi samninga.

Hvað varðar laun er miðað við launataxta kjarasamnings FÍH Organistadeildar og Launanefndar Þjóðkirkjunnar.

Að öðru leyti er vísað til starfsreglna um organista 823/1999 og starfsreglur um sóknarnefndir 1111/2011.