Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson tekur til starfa í Langholtssókn 1. október og dvelur hjá okkur til ársloka í fjarveru sr. Guðbjargar sóknarprests sem er í veikindaleyfi. Jón Dalbú hefur starfað sem prestur hjá Þjóðkirkjunni í áratugi og nú síðast sem sóknarprestur Hallgrímskirkju. Við í Langholtinu fögnum því að fá hann til starfa og bjóðum hann hjartanlega velkominn.
Hægt er að hafa samband við Jón Dalbú í gegnum netfangið jondalbu@gmail.com og viðtalstímar hans eru eftir samkomulagi.