Við kveðjum ágústmánuð með sérlega fallegum söng og notalegheitum í Langholtinu sunnudaginn 28. ágúst kl. 11. Einn flottasti kvennakór landsins, Graduale Nobili syngur við messuna undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista og kórstjóra áður en þær halda í söngferð til Ítalíu. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi í safnaðarheimili að messu lokinni. Verið velkomin.