Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar 1. nóvember

Kæru íbúar í Langholtshverfi,
Á morgun þriðjudaginn 1. nóvember milli 18 og 19 munu krakkar úr fermingarfræðslunni í Langholtskirkju og Áskirkju ganga í hús með söfnunarbauka. Þau eru að safna fyrir vatnsbrunnum í Afríku en verkefnið er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar.Það er mikilvægt fyrir börnin að finna að þau geti lagt sitt að mörkum til hjálpar náunganum.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Hjartans þakkir.