Barna- og unglingakórar Langholtskirkju flytja tónlist Valgeirs Guðjónssonar ásamt honum sjálfum. Þekkt lög á borð við Ekki bíl, Hr. Reykjavík, Vikivaki og Slá í gegn munu hljóma ásamt öðrum perlum. Allir hjartanlega velkomnir.
Aðgangseyrir 2000 kr. og frítt inn fyrir 18 ára og yngri.
Heimabakað góðgæti verður til sölu í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum, þar sem Graduale Futuri stúlkur safna fyrir kórferð til Ísafjarðar í mars.
Stjórnendur og kórar:
Sunna Karen Einarsdóttir – Graduale Liberi og Graduale Futuri
Þorvaldur Örn Davíðsson – Gradualekórinn