Skrifstofa Langholtskirkju er lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa Langholtskirkju er lokuð milli jóla og nýárs. Ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við Aðalstein kirkjuvörð í síma : 896-5200.

Við minnum á aftansöng á gamlársdag kl. 17 og hátíðarguðsþjónustu á nýársdag kl. 14.

Skrifstofan opnar að nýju 5. janúar og helgihald og sunnudagaskólinn hefjast á nýju ári 10. janúar. Almennt safnaðar-, barna-  og kórastarf hefst svo í framhaldinu, eða vikuna 10. – 16. janúar. Hittumst heil á nýju ári.