Skráning í Krúttakór Langholtskirkju hefst 20. ágúst á heimasíðu Langholtskirkju undir “starfið -> kórar -> krúttakór “. Síðustu ár hafa færri komist að en vilja en hámarksfjöldi í hverjum hóp er 25 börn. Því er mikilvægt að skrá áhugasöm börn sem allra fyrst.
Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum fjögurra til sjö ára. Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum. Kórinn syngur einu sinni á önn í fjölskyldumessum í kirkjunni og mun einnig syngja á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni í desember 2016. Kórinn tekur til starfa fyrstu vikuna í september og æfir alla miðvikudaga til vors. Börnunum er skipt í hópa eftir árgöngum og því miður er ekki hægt að breyta út frá þeirri reglu.
Stjórnendur Krúttakórsins veturinn 2016 – 2017 eru Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Ragnheiður Sara Grímsdóttir og Björg Þórsdóttir. Kennslugjald er 21.000 kr. fyrir hverja önn fyrir börn fædd árin 2011 og 2012. Kennslugjald fyrir börn fædd árið 2010 er kr. 23.000 og foreldrar þeirra geta nýtt sér frístundakort Reykjavíkurborgar. Kennslugjald stendur undir launum stjórnenda.
Öllum fyrirspurnum er svarað í gegnum netfangið kruttakorinn@gmail.com.