skírn
Skírn er fyrirbæn og blessun, einskonar mótttökuathöfn sem við höldum þegar að við bjóðum einhvern velkominn í kirkjuna. Mörg tákn eru notuð í athöfnni sem varpa ljósi á hvað hún merkir. Í skírnarfontinum er hreint og ferskt íslenskt vatn sem er helgað í athöfninni af prestinum. Það er svo notað til þess að væta koll barnsins eða þess sem skírður er.
Vatnið vísar til þvottar en með því að lifa í trú, von og kærleika þvoum við af okkur það sem stendur í vegi fyrir góðu lífi.
Vatnið vísar líka til þess að trúin gefur kraft eins og vatnsbrúsinn í fjallgöngunni, er svalandi þegar lífið gengur vel og stykjandi þegar við þurfum að klífa brekkur í lífinu.
Síðast en ekki síst vísar vatnið til þess að vatn er grundvöllur alls lífs og þess er beðið að trú, von og kærleikur megi vera grunvöllur lífs okkar þeirra sem erum kristin.
Skírnarkjóllinn er gjarnan allt of síður á litla barnið, vísar það til þeirrar fyrirbænar að barnið fái að vaxa og verða fullvaxta manneskja sem vex í trú um leið og það vex að vexti.
Kertaljósið sem tendrað er vísar til orða Jesú þar sem hann segist vera ljós heimsins. Trúin á boðskap hans er líkt og viti sem vísar rétta leið í lífinu.
Við segjum við fermingarbörnin okkar að í skírninni séu þau eins og kysst af Guði og ástarjátningin sem þeim er færð þá sé þeirra svo að bregðast við með lífi sínu. Við athöfnina er þess minnst að Jesú hvatti lærisveinana til þess að skíra þau sem það vildu, ennfremur er þess minnst að Jesú minnti lærisveinana á að börn sem fullorðin eru jafn mikils virði í augum Guðs. Skírnarþeganum eru valdir 2-4 skírnarvottar sem munu gæta að velferð og vellíðan skírnarþegans og hjálpa til við að rækta með viðkomandi trúartraust.
Þegar um barnaskírn er að ræða er algengt að barninu sé gefið nafn um leið og nafninu þá haldið leyndu þar til það er nefnt við skírnina. Þetta er gömul venja sem á sér þann bakgrunn að ekki skuli nefna nafn barnsins opinberlega fyrr en barnið hefur verið helgað Guði.
Skírnin fer fram ýmist í heimahúsi, kirkju eða kapellu.
Hvað þarf að gera?
- Tala við prestinn og panta samtal.
- Ákveða með prestinum stund, stað og tíma.
- Velja skírnarvotta 2-4 manneskjur og gefa prestinum upplýsingar um kennitölur skírnarvottanna, kennitölu barnsins sem á að skíra sem og foreldranna barnsins.
- Ef nafnið sem foreldrar vilja velja fyrir barnið sitt er ekki að finna á listum Mannanafnaskrár yfir leyfð mannanöfn þá þarf að sækja um leyfi fyrir nafninu það þarf að gera í góðan tíma. Hlekkur á vef Mannanafnanefndar: https://www.island.is/mannanofn