Sjómannadagsmessa á sjómannadaginn í Langholtskirkju sunnudaginn 12. júní kl. 11.00. Söngsveitin Fílharmonía syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Reynir Jónasson leikur á harmonikku. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar. Sjómannadagskaffi eftir messu og harmonikkuleikur. Kvenfélagið verður með sölubás og ágóði af sölu rennur til kaupa á hurð í safnaðarheimili. Verið öll velkomin og til hamingju með daginn allir sjómenn og fjölskyldur!