Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Háskólakórinn og Halldór Bjarki Arnarson einleikari flytja tónlistina úr Harry Potter og fanganum frá Azkaban á tónleikum þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20.
Miðasala við innganginn. Verð 3.000 kr. (nemendur og eldri borgarar kr. 1.500). Ókeypis fyrir 11 ára og yngri.
Á efnisskránni verða fjögur verk :
~ Khachaturian: Spartakus
~ Joseph Haydn: Konsert fyrir horn og strengjasveit. Einleikari er Halldór Bjarki Arnarson.
~ John Rutter: Gloria fyrir kór, málmblásara og orgel.
~ John Williams: Harry Potter og fanginn frá Azkaban.
Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.
Skemmtileg kvöldstund fyrir alla fjölskylduna.