Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur Pétur og úlfinn laugardaginn 4. mars

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev í Langholtskirkju laugardaginn 4. mars kl. 17.00. Sögumaður er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Á tónleikunum leikur einnig Rannveig Marta Sarc fiðlukonsert eftir Brahms og loks verða leiknir Rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson.

Miðaverð er kr. 2000. Miðasala við innganginn og á tix.is. Slóðin er: https://tix.is/is/event/3696/petur-og-ulfurinn/