Sunnudaginn 8. maí fer fram síðasta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Skólahópur Krúttakórs Langholtskirkju syngur fyrir okkur og með okkur undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Ragnheiðar Söru Grímsdóttur. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Stundin verður létt og skemmtileg og hentar öllum aldurhópum.
Eftir stundina verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá sem flesta!