Verið velkomin í Langholtskirkju kl 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng og taka lagið fyrir kirkjugesti. Einsöngur: Íris Björk Gunnarsdóttir. Athöfnin verður rittúlkuð í samvinnu við Heyrnarhjálp. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir taka vel á móti börnunum. Kaffisopi og piparkökur eftir stundina.