Laugardaginn 16. apríl kl. 17 flytur Kór Langholtskirkju Sálumessu eða Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré (1845-1924) í Hallgrímskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
Sálumessan er eitt þekktasta verk hans og hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast af trú á eilífa hvíld í dauðanum.
Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Fjölnir Ólafsson, barítón. Björn Steinar Sólbergsson spilar með á orgel.
Hægt er að kaupa miða á tix.is og við innganginn. Miðaverð er 4000 krónur.
Um flytjendurna:
Kór Langholtskirkju var stofnaður árið 1953 og hefur starfað með núverandi hætti frá 2008, lengst af undir stjórn Jóns Stefánssonar (frá 1964-2015). Kórinn flytur reglulega stór, klassísk verk, tekur þátt í starfi kirkjunnar, flytur íslenska tónlist og syngur á erlendri grundu. Þá er kórinn þekktur fyrir sína árlegu Jólasöngva sem haldnir hafa verið síðan 1978.
Allt frá stofnun kórsins hefur hann getið sér gott orð fyrir flutning á stórum, klassískum verkum úr tónlistarsögunni, þar sem meistaraverk Bachs hafa verið í öndvegi. Á undanförnum árum hefur kórinn aftur á móti fremur einbeitt sér að söng án undirleiks og m.a. flutt kórkonsert Schnittkes og Náttsöngva Rachmaninovs, auk þess sem kórinn tók þátt í hinni virtu kórkeppni Florilège Vocal de Tours árið 2019. Þá hefur einnig skapast hefð fyrir því að kórinn flytji sálumessu Faurés í kirkjunni á allraheilagramessu.
Kórinn hefur ætíð tekið virkan þátt í að flytja og frumflytja ný, íslensk verk og má þar til að mynda nefna Guðbrandsmessu sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyrir kórinn í tilefni 50 ára afmælis hans og Messu í fimm þáttum eftir Magnús Ragnarsson sem frumflutt var í október 2021. Þá hefur kórinn einnig gefið út fjölda hljómplatna og geisladiska í gegnum árin, svo sem Jóhannesarpassíuna eftir Bach (1987), Barn er oss fætt (1991), An Anthology of Icelandic Choir Music (1993), Ísland er lýðveldi (1994), Land míns föður (1997) og Guðbrandsmessu (2008) og kórverk eftir Þorvald Örn Davíðsson (2021).
Allt frá stofnun kórsins hefur hann getið sér gott orð fyrir flutning á stórum, klassískum verkum úr tónlistarsögunni, þar sem meistaraverk Bachs hafa verið í öndvegi. Á undanförnum árum hefur kórinn aftur á móti fremur einbeitt sér að söng án undirleiks og m.a. flutt kórkonsert Schnittkes og Náttsöngva Rachmaninovs, auk þess sem kórinn tók þátt í hinni virtu kórkeppni Florilège Vocal de Tours árið 2019. Þá hefur einnig skapast hefð fyrir því að kórinn flytji sálumessu Faurés í kirkjunni á allraheilagramessu.
Kórinn hefur ætíð tekið virkan þátt í að flytja og frumflytja ný, íslensk verk og má þar til að mynda nefna Guðbrandsmessu sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyrir kórinn í tilefni 50 ára afmælis hans og Messu í fimm þáttum eftir Magnús Ragnarsson sem frumflutt var í október 2021. Þá hefur kórinn einnig gefið út fjölda hljómplatna og geisladiska í gegnum árin, svo sem Jóhannesarpassíuna eftir Bach (1987), Barn er oss fætt (1991), An Anthology of Icelandic Choir Music (1993), Ísland er lýðveldi (1994), Land míns föður (1997) og Guðbrandsmessu (2008) og kórverk eftir Þorvald Örn Davíðsson (2021).
Magnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju. Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, Hljómeyki árin 2006–2012 og Melodiu-Kammerkór Áskirkju 2007-2017. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna.
Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Magnús hefur unnið til verðlauna með kórunum sínum í Florilège Vocal de Tours, Llangollen í Wales, Flórens og Arezzo á Ítalíu og Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi þar sem hann fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 fyrir flutning á Þýsku sálumessunni eftir Brahms og 2016 var hljómdiskur Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins.
Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í flokknum sígild og samtímatónlist árið 2021 og var valin í 16 manna úrslit BBC Cardiff söngkeppninnar sama ár. Álfheiður Erla er fastráðin við Theater Basel í Sviss leikárið 2021-2022 þar sem hún fer meðal annars með hlutverk í Mattheusarpassíunni eftir Bach, Einstein on the Beach eftir Philip Glass og mun taka þátt í frumflutningi verksins Die Mühle von Saint Pain. Álfheiður fór einnig með hlutverk Desirée í Der Hetzer eftir Bernhard Lang sem frumflutt var í óperuhúsinu í Dortmund haustið 2021.
Álfheiður hlaut einróma lof gagnrýnenda fyrir túlkun sína í hlutverki engilsins í óperunni St. François d’Assise eftir Olivier Messiaen í Theater Basel haustið 2020 og þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands í desember 2020 í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Árið 2019 fór hún með hlutverk Mjallhvítar í óperunni Schneewittchen eftir Wolfgang Mitterer og hlutverk Papagenu í Töfraflautu Mozarts í Staatsoper Berlin. Álfheiði Erlu var boðið að taka þátt í SongStudio, meistaranámskeiði á vegum söngkonunnar Renée Fleming í Carnegie Hall í New York og tók einnig þátt í hinni virtu Academy Orsay-Royaumont í Frakklandi. Hún er Yehudi Menuhin Live Music Now og Britten-Pears Young Artist og hreppti tvenn verðlaun í alþjóðlegu Haydn söngkeppninni í Austurríki.
Álfheiður Erla hefur notið leiðsagnar Anne Sofie von Otter, Véronique Gens, Emma Kirkby, Susan Manoff, Piotr Beczala, Matthew Rose og Hartmut Höll, auk annarra. Hún hefur unnið með ýmsum hljómsveitarstjórum, t.d. Alondra de la Parra, Fabio Biondi, Daníel Bjarnasyni og Clemens Heil og vinnur reglulega með núlifandi tónskáldum. Til að mynda með Nico Muhly, Hania Rani, Viktori Orra Árnasyni og Alex Chorny. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Akademie für Alte Musik Berlin, Brandenburgische Staatsorchester Frankfurt og farið með hlutverk í frumflutningi óperunnar Tolleranzia í Deutsche Oper, Poppeu í Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í Freiraum Berlin, Hannchen í Vetter aus Dingsda eftir Edvard Künneke í Theater Altenburg Gera og hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í Uferstudios Berlin.
Álfheiður Erla starfar einnig sem ljósmyndari og sameinar gjarnan sjónlistir og tónlist í verkum sínum. Árið 2020 framleiddi hún tónleika-kvikmyndina Homescapes sem hlaut styrk frá Musikfonds ásamt píanóleikaranum Kunal Lahiry. Álfheiður Erla stundaði söngnám í Söngskóla Sigurðar Demetz m.a. hjá Hallveigu Rúnarsdóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Hún söng einnig í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og í Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kom reglulega fram sem einsöngvari með kórunum. Hún lauk bakkalár- og mastersnámi frá Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín með hæstu einkunn hjá kennurunum Anna Korondi og Michail Lanskoi. Hún er styrkþegi Deutschlandstipendium, Freunde Junger Musiker Berlin, Ingjaldssjóðs, Tónlistarsjóðs Rótarý og Minningarsjóðs Jean-Pierre Jacquillat.
Álfheiður hlaut einróma lof gagnrýnenda fyrir túlkun sína í hlutverki engilsins í óperunni St. François d’Assise eftir Olivier Messiaen í Theater Basel haustið 2020 og þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands í desember 2020 í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Árið 2019 fór hún með hlutverk Mjallhvítar í óperunni Schneewittchen eftir Wolfgang Mitterer og hlutverk Papagenu í Töfraflautu Mozarts í Staatsoper Berlin. Álfheiði Erlu var boðið að taka þátt í SongStudio, meistaranámskeiði á vegum söngkonunnar Renée Fleming í Carnegie Hall í New York og tók einnig þátt í hinni virtu Academy Orsay-Royaumont í Frakklandi. Hún er Yehudi Menuhin Live Music Now og Britten-Pears Young Artist og hreppti tvenn verðlaun í alþjóðlegu Haydn söngkeppninni í Austurríki.
Álfheiður Erla hefur notið leiðsagnar Anne Sofie von Otter, Véronique Gens, Emma Kirkby, Susan Manoff, Piotr Beczala, Matthew Rose og Hartmut Höll, auk annarra. Hún hefur unnið með ýmsum hljómsveitarstjórum, t.d. Alondra de la Parra, Fabio Biondi, Daníel Bjarnasyni og Clemens Heil og vinnur reglulega með núlifandi tónskáldum. Til að mynda með Nico Muhly, Hania Rani, Viktori Orra Árnasyni og Alex Chorny. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Akademie für Alte Musik Berlin, Brandenburgische Staatsorchester Frankfurt og farið með hlutverk í frumflutningi óperunnar Tolleranzia í Deutsche Oper, Poppeu í Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í Freiraum Berlin, Hannchen í Vetter aus Dingsda eftir Edvard Künneke í Theater Altenburg Gera og hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í Uferstudios Berlin.
Álfheiður Erla starfar einnig sem ljósmyndari og sameinar gjarnan sjónlistir og tónlist í verkum sínum. Árið 2020 framleiddi hún tónleika-kvikmyndina Homescapes sem hlaut styrk frá Musikfonds ásamt píanóleikaranum Kunal Lahiry. Álfheiður Erla stundaði söngnám í Söngskóla Sigurðar Demetz m.a. hjá Hallveigu Rúnarsdóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Hún söng einnig í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og í Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kom reglulega fram sem einsöngvari með kórunum. Hún lauk bakkalár- og mastersnámi frá Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín með hæstu einkunn hjá kennurunum Anna Korondi og Michail Lanskoi. Hún er styrkþegi Deutschlandstipendium, Freunde Junger Musiker Berlin, Ingjaldssjóðs, Tónlistarsjóðs Rótarý og Minningarsjóðs Jean-Pierre Jacquillat.
Fjölnir Ólafsson baríton hóf nám í klassískum gítarleik 10 ára gamall en gerði sönginn að aðalfagi sínu árið 2008. Hann lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2010 og BMus gráðu frá Hochschule für Musik Saar í Þýskalandi sumarið 2014.
Fjölnir hefur komið fram á fjölda tónleika í Þýskalandi og á Íslandi. Þar má nefna Ein Deutsches Requiem eftir Brahms, hlutverk Jesú í Matteusarpassíu Bachs, titilhlutverkið í Don Giovanni eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, frumflutning á verki fyrir baríton og kammersveit eftir Tzvi Avni við texta eftir Paul Celan, sem og fjölda ljóða- og einsöngstónleika.
Árið 2012 þreytti Fjölnir frumraun sína við Saarländische Staatstheater í Aladdín og töfralampanum eftir Nino Rota, en þar hefur hann einnig farið með fjölda minni hlutverka, m.a. í Toscu eftir Puccini og Macbeth eftir Verdi, sem og aðalhlutverk í nýrri barnaóperu eftir Gordon Kampe, Kannst du pfeifen, Johanna?
Fjölnir hefur hlotið ýmis verðlaun og styrki. Hann vann til verðlauna í Richard Bellon keppninni 2011 og Joseph Suder ljóðakeppninni 2012. Hann var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2013 og er styrktarhafi Tónlistarsjóðs Rótarý. Í apríl 2013 var Fjölnir einn af átta söngvurum sem var boðið að taka þátt í ljóðanámskeiði tónlistarhátíðarinnar Heidelberger Frühling og naut þar leiðsagnar Thomas Hampsons, Thomas Quastoffs og Wolfram Riegers.
Fjölnir hefur komið fram á fjölda tónleika í Þýskalandi og á Íslandi. Þar má nefna Ein Deutsches Requiem eftir Brahms, hlutverk Jesú í Matteusarpassíu Bachs, titilhlutverkið í Don Giovanni eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, frumflutning á verki fyrir baríton og kammersveit eftir Tzvi Avni við texta eftir Paul Celan, sem og fjölda ljóða- og einsöngstónleika.
Árið 2012 þreytti Fjölnir frumraun sína við Saarländische Staatstheater í Aladdín og töfralampanum eftir Nino Rota, en þar hefur hann einnig farið með fjölda minni hlutverka, m.a. í Toscu eftir Puccini og Macbeth eftir Verdi, sem og aðalhlutverk í nýrri barnaóperu eftir Gordon Kampe, Kannst du pfeifen, Johanna?
Fjölnir hefur hlotið ýmis verðlaun og styrki. Hann vann til verðlauna í Richard Bellon keppninni 2011 og Joseph Suder ljóðakeppninni 2012. Hann var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2013 og er styrktarhafi Tónlistarsjóðs Rótarý. Í apríl 2013 var Fjölnir einn af átta söngvurum sem var boðið að taka þátt í ljóðanámskeiði tónlistarhátíðarinnar Heidelberger Frühling og naut þar leiðsagnar Thomas Hampsons, Thomas Quastoffs og Wolfram Riegers.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann er einnig skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik.
Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi
við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.
Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna.
Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra.
Á þessu ári kemur Björn Steinar fram á tónleikum á Íslandi, Finnlandi, Þýkalandi og Noregi. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls
Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.
Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Hann hlaut einnig listamannalaun 1999 og 2015.
Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi
við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.
Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna.
Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra.
Á þessu ári kemur Björn Steinar fram á tónleikum á Íslandi, Finnlandi, Þýkalandi og Noregi. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls
Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.
Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Hann hlaut einnig listamannalaun 1999 og 2015.
ENGLISH:
ENGLISH
Gabriel Fauré wrote the Requiem, one of his most beautiful pieces, from 1887-1890. It will be performed by the Choir of Langholtskirkja, conducted by Magnús Ragnarsson, on the 16th of April at 5 pm in Hallgrímskirkja in Reykjavík.
Soloists:
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, soprano
Fjölnir Ólafsson, baryton
Fjölnir Ólafsson, baryton
Björn Steinar Sólbergsson, organ