Hreiðar Ingi (1978) hefur skipað sér góðan sess með kórtónlist sinni og vakið víða lukku. Á þessum tónleikum verða veraldleg og trúarleg verk flutt frá ferli tónskáldsins, bæði ný og eldri.
Um ræðir veglega tónleika þar sem flytjendur verða Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran, Frank Aarnik, slagverksleikari og Elísabet Waage, hörpuleikari.