Kvenfélag Langholtssóknar stendur fyrir páskabingói sunnudaginn 13. mars í safnaðarheimili kirkjunnar. Bingóið hefst strax að lokinni messu og sunnudagaskóla sem hefjast kl. 11. Spjaldið kostar litlar 300 kr. og posi er á staðnum. Öll börn í sunnudagaskólanum fá gefins eitt spjald. Boðið verður upp á kaffi og djús. Góðir vinningar og glaðningur fyrir alla krakka. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Við hvetjum hverfisbúa til að fjölmenna með börn og barnabörn – allir velkomnir !