Organistar spila Buxtehude í Langholtskirkju
Föstudaginn 19. janúar kl. 18
Organistastarfið er gríðarlega gefandi og skemmtilegt starf, en organistar geta verið nokkuð faglega einangraðir, það er sjaldgæft að fleiri en einn organisti vinni við hverja kirkju. Til að auka samstarfið ákvað hópur organista að hittast og spila saman. Á fyrstu tónleikunum verða nokkur orgelverk N-þýska barokkmeistarans Dieterich Buxtehude flutt.
Tónleikarnir verða í Langholtskirkju en hið magnaða Noack orgel kirkjunnar hentar fullkomnlega fyrir þessa tónlist.
Organistarnir sem spila eru:
Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Víðistaðakirkju
Hrönn Helgadóttir, Guðríðarkirkju
Lára Bryndís Eggertsdóttir, Sønderbro Kirke í Horsens
Tuuli Rähni, Ísafjarðarkirkju
Eyþór Ingi Jónsson, Akureyrarkirkju
Eyþór Franzson Wechner, Blönduóskirkju
Friðrik Vignir Stefánsson, Seltjarnarneskirkju
Magnús Ragnarsson, Langholtskirkju
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis