Þann 20. október næstkomandi flytur Kór Langholtskirkju eina þekktustu mótettu Johann Sebastian Bach, Jesu, meine Freude (BWV227) og frumflytur Messu í fimm þáttum eftir Magnús Ragnarsson, stjórnanda kórsins.
Jesu, meine Freude er mótetta fyrir fimm radda kór, tvær sópranraddir, alt, tenór og bassa. Hún er ein þekktasta mótetta Bach og af mörgum jafnframt talin vera sú fallegasta. Mótettan er ýmist flutt með eða án undirleiks en að þessu sinni mun kórinn njóta liðsinnis Richard Korn á kontrabassa og Steingríms Þórhallssonar á orgel.
Mótettan byggir á sálmalagi eftir tónskáldið Johann Crueger við sálmatexta Johanns Franck sem hvort tveggja var samið um miðja 17. öld. Á milli erinda sálmsins fléttar Bach inn völdum ritningarorðum úr Rómverjabréfi Páls postula og tekst á sinn einstaka hátt að tengja saman tónlistina og hinn trúarlega boðskap textans.
Jesu, meine Freude er mótetta fyrir fimm radda kór, tvær sópranraddir, alt, tenór og bassa. Hún er ein þekktasta mótetta Bach og af mörgum jafnframt talin vera sú fallegasta. Mótettan er ýmist flutt með eða án undirleiks en að þessu sinni mun kórinn njóta liðsinnis Richard Korn á kontrabassa og Steingríms Þórhallssonar á orgel.
Mótettan byggir á sálmalagi eftir tónskáldið Johann Crueger við sálmatexta Johanns Franck sem hvort tveggja var samið um miðja 17. öld. Á milli erinda sálmsins fléttar Bach inn völdum ritningarorðum úr Rómverjabréfi Páls postula og tekst á sinn einstaka hátt að tengja saman tónlistina og hinn trúarlega boðskap textans.
Messa í fimm þáttum eftir Magnús Ragnarsson er fyrir kór án undirleiks, samin árið 2021.
Messan byggir á hinum hefðbundna, latneska messutexta og þættirnir fimm því Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Hér er um nútímaverk að ræða sem sækir innblástur víðs vegar að, en hvílir um leið á traustum stoðum gregorssöngs og hinna gömlu kirkjutóntegunda.
Messan byggir á hinum hefðbundna, latneska messutexta og þættirnir fimm því Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Hér er um nútímaverk að ræða sem sækir innblástur víðs vegar að, en hvílir um leið á traustum stoðum gregorssöngs og hinna gömlu kirkjutóntegunda.
Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Verkin taka um klukkutíma í flutningi og er ókeypis inn á tónleikana.
—
Farið verður eftir samkomutakmörkunum skv. núgildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Einstaklingar sem eru í sóttkví, í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku) eða eru með einkenni um COVID-19 (hósta, hita hálssærindi, kvefeinkenni, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu, andþyngsli) eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. Gestir skulu nota andlitsgrímu þegar farið er inn og út af viðburði og meðan á viðburði stendur. Allir gestir verða skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri.
—
Farið verður eftir samkomutakmörkunum skv. núgildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Einstaklingar sem eru í sóttkví, í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku) eða eru með einkenni um COVID-19 (hósta, hita hálssærindi, kvefeinkenni, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu, andþyngsli) eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. Gestir skulu nota andlitsgrímu þegar farið er inn og út af viðburði og meðan á viðburði stendur. Allir gestir verða skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri.