Nóvemberfundur Kvenfélags Langholtssóknar mánudaginn 2. nóvember kl. 20

 

Nóvemberfundur Kvenfélags Langholtssóknar fer fram næstkomandi mánudagskvöld 2. nóvember kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskráin byrjar að venju inn í kirkju þar sem sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur stutta hugvekju. Jón Stefánsson organisti stýrir söngatriði og í framhaldinu verður boðið upp á súpu og brauð.

Gestur kvöldsins er Mitsuko Shino sendiherra Japans á Íslandi sem hefur frá komu sinni til landsins verið ötul við að kynna sér sögu kvenfélaga á Íslandi og menningu landsins. Hún mun meðal annars ræða við okkur um stöðu kvenna í Japan í nútímanum og þýðing á erindi hennar mun liggja á borðum fyrir þau sem ekki skilja enskuna vel.

Við viljum hvetja ykkur eindregið til þess að bjóða með ykkur vinum og vinkonum, körlum jafnt og konum. Allir hjartanlega velkomnir! Munum eftir 1.000 kr. fyrir veitingunum.